Skilafrestur í keppninni rann út á miðnætti síðastliðna nótt.
Sex lið skiluðu inn lausnum og munu væntanlega verja næstu sólarhingum í að kynna öppin sín út um allar koppagrundir. Það er þeim afar mikilvægt vegna þess að vægi almennings í netkosningu er mjög mikið, nánast jafnt og vægi dómnefndar. Netkosningin mun fara fram á Facebook síðu keppninnar og opnar hún á hádegi á föstudag en lokar á laugardag, stundarfjórðungi eftir að liðin hafa kynnt lausnir sínar.
Kynningin á lausnunum hefst á laugardaginn klukkan 13:00 og er öllum opin. Hana má einnig sjá í beinni útsendingu á netinu á þessari vefsíðu.