Keppnin um milljónarappið fyrir Íslandingabók er nú í fullum gangi. Liðin vinna hörðum höndum að tillögum sínum og sum þeirra eru farin að birta sýnishorn af útliti á Facebook vef keppninnar.
Nýting samfélagsmiðla vegur einmitt þungt í mati dómnefndar á kynningu lausnanna og verður jafnframt eitt af lykilatriðunum fyrir liðin til að ná árangri í netkosningunni sem fram fer á lokadegi keppninnar.
Á miðnætti í kvöld verður nákvæmlega vika eftir af frestinum sem liðin hafa til þess að skila tillögum sínum. Það er því eins gott að nýta tímann vel.