TILHÖGUN KEPPNINNAR

Þátttakendur
Nemar úr öllum háskólum á Íslandi eru gjaldgengir í keppninna. Einnig eru Íslandingar við nám í erlendum háskólum hvattir til þátttöku

Liðin
Keppt verður í þriggja manna liðum. Þátttakendum sem skrá sig sem einstaklingar verður skipað í lið. Leitast verður eftir því að í hverju liði séu einstaklingar sem eru færir um forritun, útlitshönnun og markaðssetningu.

Lausnirnar
Lausnir keppenda skulu miðast við Android stýrikerfið. Heimilt er að skila hefðbundinn app-launs (native) eða lausn byggðir á HTML5 og JavaScript.

Keppnisstjórn mun verða liðum innan handar með uppsetningu nauðsynlegs hugbúnaðar (Eclipse, SDK, Java) á Windows og Mac.

Lokaskil á úrlausnum liðanna er klukkan 23:59 miðvikudaginn 10. apríl 2013.

Kynning lausna
Fulltrúi hvers liðs fær skrifaðgang að Facebook síðu keppninnar. Liðin geta sett upp sínar eigin Facebook síður eða nýtt önnur veftól til að koma sinni lausn á framfæri.

Keppendur eru hvattir til að skjala samskipti sín á Facebook síðu liðsins, en nýta samfélagsmiðla til að gera umheiminum grein fyrir hugmyndum sínum og framganginum við gera þær að veruleika. Sérstaklega verður litið til þess við einkunnagjöf hve vel liðunum gengur að koma sinni úrlausn á framfæri.

Laugardaginn 13. apríl kynna hóparnir afrakstur vinnu sinnar fyrir dómnefnd og gestum.

Úrslitin
Dómnefnd er heimilt að velja þau lið sem hún telur að hafi staðið sig best og fá að kynna niðurstöður sínar. Geri hún það þarf hún að tilkynna hvaða lausnir eru valdar til kynningar í seinasta lagi föstudaginn 12. apríl klukkan 15:00.

Almenningi verður gefinn kostur á að hafa áhrif á niðurstöðu keppninar með því að taka þátt í skoðanakönnun á Facebook síðu keppninnar. Atkvæði almennings munu vega jafnt á móti áliti dómnefndar í þeim þáttum sem kosið verður um í netkönnuninni.

Formaður keppnisstjórnar stýrir kynningum liðanna á lokadegi. Handahóf ræður því í hvaða röð liðin fá að kynna lausnir sýnar. Hvert lið fær 10 mínútur til kynningar á lausn sinni. Að þeim loknum gefast dómnefnd fimm mínútur til fyrirspurna og athugasemda.

Niðurstöður dómnefndar og almennings verða kynntar í kjölfarið.

Verðlaunin
Í fyrstu verðlaun er ein milljón króna sem liðsmenn skipta með sér. Gert er ráð fyrir því að vinningslausnin verði nýtt sem viðbót fyrir Íslandingabók.
Önnur verðlaun eru snjallsímar af gerðinni LG Nexus 4, einn á hvern liðsmann. Önnur verðlaun eru í boði Vodafone og LG.
Þriðju verðlaun eru LG Optimus L9 snjallsímar, einn á hvern liðsmann.

Afsal réttinda
Íslensk erfðagreining áskilur sér rétt til að nýta þær lausnir sem vinna til verðlauna í keppninni. Með þátttöku í keppninni og skilum á lausn, undirgangast liðin þetta skilyrði og afsala sér höfundarréttindum að tillögum sem verðlaunaðar eru, án frekara endurgjalds. Íslensk erfðagreining áskilur sér einnig rétt til að kaupa hverja þá lausn sem ekki hlýtur verðlaun fyrir jafnvirði þriðju verðlauna.